Greinar og annar djöfuldómur



Bobwire

Í mars 1996 fluttu Saktmóðigur og Óskar, gamall skólafélagi Móða, inn hollenska pönkbandið Bobwire. Hér á eftir fer úttekt Peter trommara á ferðinni.

Rocking the Icecube or Cosmic experiences Part II.

Little things can have big effects. When I visited Iceland shortly in November 1995 I met Oskar (Cybernerd). We decided to have a few beers. So like the good Icelandic custom, we ended up drunk as hell. People can do strange things when seriously intoxicated; we decided to arrange a tour for the band I'm playing in, on Iceland. Most people have another beer and wait to be thrown out of the pub, puke somewhere, go home and forget about it. Simple. There are more important things in the morning. For example how to get rid of the hangover.

But the brain is an wonderful organ, it starts to work when you wake up and does not stop until you get to school or work. Over some time all kinds of things were arranged, discussed and planned, resulting in a serie of concerts in Reykjavik. And May 19th of 1996 we flew to Iceland. Shortly, it were 5 days of beer, pizza, no sleep and lots of noise. We even had the opportunity to see some of the things that make Iceland a place to be, for tourists. On Wednesday we drove a little through the country. Karl, the singer of Saktmodigur, arranged a vehicle in which paying tourists are tranported over the island. With a group of people, and some beer, we saw some geisers, waterfalls and even the weather was quite nice. Probably the Icelandic weather council forgot to order enough bad weather.

In the mean time we were playing with some nice Icelandic bands, and afterwards there were some little parties. That means that 30-40 people are in one house with enough booze for a year and start to drink until the next party begins.

The Icelandic government wants tourists to experience all the possible weather types, even if you're there for a short period of time. After Thursday they started the winter again. Snow, low temperatures and wind, with short periods of sun, to lure you out a warm house to make you suffer when you're at a 5 square miles sized open space.

We even had a bath in the Blue Lagoon, some kind of lake with natural heated water, in the middle of a blizzard at -7C.

There is also a moment when you have to leave. Sad moments like that can be a joy if you're with Icelandic people. We played our final concert at Saturday night at 2am, and our plane back to Amsterdam would depart at 8:30am. To kill some time, there was, surprisingly enough, another party until 6am. Then the whole bunch was loaded in Karl's bus, and we drove to Kevlavik, with enough homebrew booze to make it to New Zealand. Of course, the party continued at the airport until the police came.

All in all, it was great to be there, and the only unfriendly person was the stewardes who refused us to enter the plane, because she thought we were too intoxicated. Fortunately we could make a deal, if we handed in the tax free beer and promised to be quiet, they would take us with them. And we were quiet. And slept all the time.

And back home, I slept another day.

And i'll never drink again! :)




Póstpönk?

Hljómsveitin Saktmóðigur
Plata
Útgáfudagur 25. 11 1998. Gefin út af Logsýru (LOG5).
Upptökur og hljóðblöndun: Adam Sean Wright í Fellahelli.
Lengd: 31 mín. 10 lög á geisladiski.
Dreifing: Japis.

Trommur: Daníel Viðar Elíasson.
Gítar: Davíð Ólafsson og Ragnar Ríkharðsson.
Bassagítar: Stefán Jónsson.
Söngur: Karl Óttar Pétursson.


Síðastliðinn nóvember gaf hljómsveitin góðkunna, Saktmóðigur, út geisladiskinn Plata. Þetta er fimmta útgáfa sveitarinnar (LOG 5, um aðrar útgáfur og fleira skemmtilegt, sjá heimasíðu Saktmóðigur: www.simnet.is/saktmodigur) en hún hóf feril sinn árið 1991 og spilaði í músíktilraunum sama ár. Saktmóðigur hefur verið iðin við tónleikahald og komið reglulega fram. Tónlistarstefnan hefur öðru fremur verið kennd við pönk, þó svo að hljómsveitarmeðlimir haldi stundum fram öðrum skilgreiningum, t.d. kjarnakraðaki eða einfaldlega Saktmóðigur. Hérna er athyglisverður vandi á ferðinni af léttari taginu en sjálfsagt að ræða í tenglsum við þessa nýju plötu. Margir myndu kalla þetta hefðbundið pönk og er það ekki fjarri lagi. Ég vil þó heldur kalla tónlistina póstpönk til bráðabrigða. Til að sýna fram á þetta vil ég fara í saumana á því hvernig Saktmóðigur notar ýmis atriði pönkmenningarinnar um leið og hljómsveitin fjarlægist þau.

Árni Matthíasson á Morgunblaðinu heyrði aðeins ómengað pönk í hávaðaflutningi Saktmóðigur í músíktilraunum 1991 og þótti "ljúf" tilbreyting við allt Dauðarokkið. Ekki að undra að þessi hefðbundna skilgreining festist við sveitina, en tónlistin bar öll merki áhugamennsku í andstæðu við flata popprokk tónlist og tæknilegt dauðarokk. Á nýju plötunni lætur Saktmóðigur gamminn geysa sem fyrr og maður getur án vandræða greint pönkfrumefnin eftir hefðbundnum leiðum.

Saktmóðigur stendur fullkomlega sjálf að öllum lagasmíðum, tónleikahaldi og útgáfu. Það er ótvírætt gildi í pönkmenningunni að skapa sjálfur og miðla því á staðbundinn hátt, og vera í nánum tengslum við áhorfendur á sviði, helst á furðulegustu stöðunum. Saktmóðigur er engin undantekning á þessu en samrýmist varla að halda útgáfutónleika á nýju plötunni í Þjóðleikhúskjallaranum nú fyrir skömmu. Pönkið fyrirleit fjöldaframleitt efni og ímyndir skemmtana- og fjölmiðlaiðnaðarins en sá iðnaður gleypti pönkið skömmu eftir tilkomu þess. Lagið "Popparinn" á Plata er gott dæmi um þetta. Það lýsir útbrunnum poppara með staðnaðan feril og fullar hendur fjár, og glöggir hlustendur taka eftir því í þverfaglegum vinnubrögðum Saktmóðigur á umslaginu. Við hlið textans skartar Bubbi Morthens sínu fegursta í dramatískri poppstellingu á mynd frá 9. áratugnum. Það er engin launung að Saktmóðigur hefur alltaf átt hlut í athygli fjölmiðla í gegnum tíðina og þeir skapa ímynd um Saktmóðigur. Í nýlegu viðtali við Dr. Gunna í Fókus brjóta meðlimir Saktmóðigur niður alla merkingu ímyndunarinnar, þó svo hún reynist nauðsynleg í tilvist hljómsveitarinnar. Ekki má taka ímyndina alvarlega, enda væri það að svik við pönkhefðina. Viðtöl og öll myndbirting hljómsveitarinnar út á við bera merki um útúrsnúninga og hæðni. Meira er gert úr áhugamennskunni en fagmennsku en það skýtur skökku við þegar meðlimirnir virðast hafa allan hug á fagmennsku. Þeir segjast kunna meira á hljóðfærin og eru farnir að semja og spila "heilsteyptari" lög, nokkuð sem fær mikilvægari sess en áður á nýju plötunni.

Í hefðbundnum sið (allavega í Bretlandi) var pönkið útrás fyrir bælda reiði atvinnulausra unglinga, eins konar mótmæli í músík. Hópurinn gaf skít í gildi samfélagsins og hinna fullorðnu. Leiðirnar voru: "árásargjarnt" útlit, hrá og kröftug tónlist en þó er talið að pönkmenningin hafi alltaf boðað mjög friðsaman lífsstíl. Árásargjarnt útlit Saktmóðigur felst í ímyndunarsköpun sem ekki má taka alvarlega. Kemur það gleggst fram í umslagi Plötu, ljósmynd af blóðslettri brúði á Halloweenuppákomu í Ameríku. Í miðju umslagsins birtast skuggalegar, en broslegar, myndir af meðlimum sveitarinnar, og spurt er: "Hvað hefur bófaflokkurinn Saktmóðigur nú gert!?!". Hér er verið að gera grín að fjöldaframleiddum hljómsveitarímyndum, t.d. þungarokkshljómsveita, og það vantar bara að á myndunum standi "Wanted". Hljómsveitin sviðsetur sig þannig að hún skapar ímynd um leið og hún rífur aðra niður. Það er lagt upp úr ofbeldi í sviðsetningunni, sem getur þó aldrei orðið annað en táknlegur leikur þegar uppi er staðið. Á tónleikum spilar hljómsveitin alvarleg í bragði en á milli laga er alvarleikinn brotinn niður með sjálfsgríni í umræðum meðlima sín á milli og áhorfenda. Það fer ekkert framhjá okkur að meðlimir Saktmóðigur eru góðir strákar samanber lagið "Góðir strákar", enda segir í textanum: "Þegar börn yðar fá martraðir eftir að hafa hlustað á oss/skuluð þér bara vita að vér erum saklausir."

Á Plata er tónlistin hrá og kröftug en um leið er hrynjandi hljómsveitarinnar orðinn þéttari og "markaðsvænni" en áður, án þess að bætt sé við hljóðfæraleikurum eða öðrum hljóðum. Saktmóðigur er klassísk uppskipuð 5 manna hljómsveit. Stundum verður manni hugsað til frumherja pönktónlistarinnar þegar sum lögin byrja í þéttum "frumtónum". Bassa- og gítarlínur Stefáns og Ragnars mynda styrkan grunn, hljóð-blöndunin er hrá en skýrari og hreinni en áður. Hljómsveitin í heild notar stundum stílbrögð héðan og þaðan úr rokk- og popptónlist. Karl rymur stundum eins og dauðarokkari, Daníel spilar stundum í diskó-, þungarokks- og hipphopp takti og Davíð er greinilega undir áhrifum frá breskum nýbylgjuhljómsveitum. Hljómsveitin hefur því tilhneigingu til að þróa og fjarlægjast einfalda pönkhrynjandi. Tónlist hennar hentar þó ennþá best á lifandi tónleikum og geislaplatan er staðgengill Saktmóðigur utan tónleika.

Í pönktónlistinni var ekki um neinar ástarballöður að ræða nema þá kannski "kynferðisballöður". Grófu kynlífi er meðvitað stillt upp í allri sinni dýrð, sem vegur upp á móti stöðugri dýrkun þess í öllu "tali" samfélagsins. Í dag er ekki hægt að gefa út dagblað án þess að einhverju beru, stinnu og grönnu sé komið á framfæri. Textarnir í "Dr. ánægja", "Reglugerð", "Gullfoss" og "Dóra" eru skemmtileg dæmi um þetta án þess að myndmálið falli inn í dæmigert pönk og snúist einvörðungu um typpi og píku. Samfélagið er alltaf nærri. Hefur einhver hugsað sér Gullfoss sem kvenmannssköp?

Í pönkmenningunni þótti það snjallt að nota skrýtna titla og nöfn og má segja að hljómsveitarnafnið Saktmóðigur styðji það. Nafnið er úrelt íslenskt lýsingarorð og merkir hógvær. Þessi skemmtilega merking er í góðum tengslum við hið friðsama líf pönksins en nafnið er um leið mjög menntað og án allrar afskræmingar. Þess má geta að flest allir meðlimir hljómsveitarinnar eru háskólamenntaðir. En hvers vegna í ósköpunum eru þessir menn í pönkhljómsveit? Þeir skipta um hlutverk. Eru meðal okkar á daginn án þess að maður taki endilega eftir því og á kvöldin birtast þeir eins og skrattinn úr sauðaleggnum, spilandi geggjaða tónlist í einhverjum svörtum afkima. "Þeir koma í myrkrinu!" (Úr laginu "Ofsóttur"). "Þeir" gegna ábyrgðarstöðum í hinu daglega lífi en nota síðan fagurfræðilega miðla á opinberum vetvangi til að fá útrás fyrir þetta líf.

Hljómsveitin notar gamla og niðurbælda tjáningarmiðla, þ.e.a.s. pönkið og atriði innan þess, og blæs í þá lífi. Þessi miðill hentar ágætlega okkar nútímalífi en þó hefur merkingin nauðsynlega færst til. Saktmóðigur notar pönkið ekki beint til hópeflis heldur stillir því upp sem nauðsynlegum krafti í sérhverri og heilbrigðri einstaklingshyggju á tíma óendanlegs fjölbreytileika í lífi sérhvers einstaklings. Tilgangurinn er að sýna að maður getur sjálfur án þess að vera sagt til af einhverri ímynd. Meðlimir sveitarinnar eru nógu gamlir til að muna tíma kaldastríðsins en á þeim tíma gat maður greint andstæður og hvað væri hvað. Með hruni Berlínarmúrsins, þá hrundi þessi skýra heimsmynd og erfiðara var að greina öflin sem toguðust á, og togast ennþá á innbyrðis. Þetta veldur togstreitu í sálarlífi okkar og tónlist Saktmóðigur hjálpar manni að staðfesta tilfinninguna fyrir því. Dr. Gunni kallar þessa tónlist velmegunarpönk en ég kýs að kalla hana póstpönk. Pönk sem veit að það hefur verið svipt öllum hugsjónum stjórnleysisins en hefur verið lífgað við af krafti stjórnleysisins í upplýsingarsamfélaginu. Hlutverk þessa pönks er ekki lengur að rífa allt niður heldur að standa vörð um gömul gildi í húmanískum anda. Hlutverkinu hefur verið snúið við. Póstpönk er menntað pönk!

Um leið og þetta er sagt er engin sem segir að þessi tónlistarstefna geti sinnt svo stóru og viðamiklu hlutverki sem hér hefur verið imprað á. Hlustenda- og áhangendahópurinn er takmarkaður og hættan er fyrir því að tónlistin og ímyndasköpunin festist í klysjum, svo nálægt er Saktmóðigur hefðbundinni pönkmenningu. Spurningin er m.a. sú hvort Saktmóðigur vilji láta taka sig alvarlega eða er hún bara að plata?


Sunnlenska fréttablaðið, 15. desember 1998.



Dómadrápa.

Saktmóðigur - Plata

Hörkupönk

Hér á landi hefur pönkið, þ.e.a.s. tónlistin sem slík, ekki verið ýkja lífsseig hin seinni ár, sveitir hérlendis ekki sprottið upp í samræmi við vinsældir nýpönksins síðustu árin. Undantekningar eru þó á þessu, þ.á.m. Saktmóðigur sem hefur í krafti málstaðarins sent frá sér plötuna Plata. Áður hefur sveitin sunnanættaða staðið í nokkrum útgáfum m.a. geislaplötu Ég á mér líf, athyglisverð um margt og kom út fyrir einum þremur árum en galt nokkuð fyrir helst til veikar upptökur. Plata er hins vegar betur úr garði gerð hvað þetta varðar um leið og að vera meitlaðri. Hörkupönk er orð yfir gripinnn sem geymir 10 lög með mergjuðum textum að vanda. Ég get ekkert, Popparinn, Dóra og 99 luft- ballons (slagarinn sem hin þýska Nena gerði vinsælt) eru dæmi um flott lög þar sem kraftur tónlistarinnar nýtur sín vel. Þeir Karl, Daníel og félagar hafa starfað víst í ein átta ár og ef marka má Plötu, þá er engan bilbug á þeim enn að finna.


Dagur, 12. desember 1998.