Ása hása



Hún gengur svo glöð eftir götunni, ég færist aðeins nær henni.
Ég hiksta, stama, ég roðna alveg niður í tær.
Ekkert sem ég segi hljómar skynsamlegt, gott eða rétt.
Ég gríp því í lúið blað og les upp úr því gamla frétt.

Vildi að ég gæti talað við hana eins og hún væri mamma mín.
Enginn elskar aumingja – herfangið tilheyrir þeim hugrökku.
Ég sting í mig, ég sting í mig, ég sting í mig, ég sting í mig.
Það blæðir, það blæðir, BLÆÐIR, BLÆÐIR!

Ása hása, ég elska þig.
ÞIG!
BARA ÞIG!
ELSKA ÞIG!