Nonni ninja



Nonni ninja á götunni stendur,
albúinn að berjast fyrir velferð okkar.
Þar sem hann rúllar framhjá,
skild’ann hugsa um okkur eins og við um hann.
Skild’ann dreyma eins og okkur?
Við viljum með þér dingla, Nonni ninja.

Ójá, já, já. Við viljum fá Nonna ninja.

Bakkus bítur fast, Nonni ninja.
Berst af öllu afli, Nonni ninja.
Fyrir okkar heill, Nonni ninja.
Hver er Nonni ninja?
Hvaðan kemur Nonni ninja?
Hvers vegna er’ann Nonni ninja?
Hvaða, hvaða! segir Nonni ninja!

Nonni ninja í stólnum situr,
afundinn, miskilinn en aldrei bitur hann er.
Hengslast um með höfuð laust á öxlunum,
í gólfinu í ofsa stuði, hættur öllu tuði
Í von um hvíld í hverskonar skuði.
Við viljum með þér dingla, Nonni ninja.

Ójá, já, já. Við viljum fá, Nonna ninja.

Bakkus bítur fast, Nonni ninja.
Berst af öllu afli, Nonni ninja.
Fyrir okkar heill, Nonni ninja.
Hver er Nonni ninja?
Hvaðan kemur Nonni ninja?
Hvers vegna er’ann Nonni ninja?
Hvaða, hvaða! segir Nonni ninja!

Nonni ninja hann stígur villtan dans
Þar til hann fellur í sinn vanalega trans
Ættuð bara að sjá hann núna,
kominn hálfa leið í huganum en samt aldrei alla leið.
Hvaða, hvaða, hverjum er ekki sama.
Við viljum með þér dingla, Nonni ninja.

Ójá, já, já. Við viljum fá Nonna ninja.

Bakkus bítur fast, Nonni ninja.
Berst af öllu afli, Nonni ninja.
Fyrir okkar heill, Nonni ninja.
Hver er Nonni ninja?
Hvaðan kemur Nonni ninja?
Hvers vegna er’ann Nonni ninja?
Hvaða, hvaða! segir Nonni ninja!