Ég mun aldrei beiðast neins framar
Enn ein öldruð persónan deyr
visnar ein og sér
ekki til tími til
að halda lífi í sál hennar.
Okkur er kennt að finna ekki til
og alls ekki með öðrum.
Enn einn unglingurinn visnar upp
gefst upp á samfélaginu
og hann verður vandamál þess.
Í þessu þjóðfélagi stáls og blóðs
þar sem peningar og völd
kenna okkur að krjúpa og biðja
í smán sem okkur var ekki ætluð.
Enn ein almúgafjölskyldan leysist upp
hún bar ekki byrðar sínar
vinna myrkranna á milli dugði ekki
til að halda á sálinni hita.
Enn einn einstaklingurinn flýr
gengst vonleysinu á hönd
gat ekki tekist á við kúgun og grimmd samfélags okkar.
Hann hafnaði í reipi yfirvalda okkar.
Í þessu þjóðfélagi stáls og blóðs o.s.frv.
Enn ein persónan kemst á vonarvöl
engir peningar ætlaðir hand´enni
fátækari skulu fátækari verða.
Þeir sem ráða vilja samfélag stáls og steypu
þar sem enginn mótmælir og væntumþykja er ekki til.