Ég á mér líf.




Ég á mér líf, ég á mér vin
hann heitir Matti,
á enga kærustu og veit ekki hvað hún heitir.

Ég á mér líf, ég bý í blokk,
með átta hæðum og engin er lyftan.
Ég fer á Hrafnistu oft í viku vegna verkja í baki.

Ég bý hjá mömmu, hún er gömul,
Það er skylda mín, að sjá um hana.
Hvað verður um mig, ef að hún deyr.

Ég er smápeð sem nýt lífsins, fer ekki í vinnuna
og þegar að ég er búinn að bera út blöðin
fer ég og kaupi inn fyrir okkur.

Les fyrir mömmu, horfum á fréttir.
Les meira fyrir mömmu, svo förum við að sofa.
Það er dásamlegt, ég get ímyndað mér hvernig það verður
þegar Guð miskunnar sig yfir mig, og kemur mér á séns með þér.

Ég á mér líf, ég bý í blokk.
Ég bý hjá mömmu, og býð eftir dömu.
Þeirri sömu, og Guð gefur mér.
Ó get ekki beðið, eftir að sjá hvernig hún er ber.
Mamma er hún eins og þú?