Brimreið við Eyrarbakkastrendur
Hjólreiðabuxur, vaðstígvél,
Milletúlpa og prjónahúfa.
Með brettið á leið í íslenskt brim
í 8 vindstigum og skafrenningi
Engin C.J. eða Summer
ég held þó glaður af stað.
Það er svo yndislegt að brimreiðast hér
á Eyrarbakkaströnd.
Ég stend á ströndinni
og horfi á brimið
í leit að réttri öldu
Svíf inn með braki úr strönduðum togara.
Ó ég er svo glaður á brettinu mínu
þó að gaddurinn sé orðinn 20 gráður
og ég sé löngu orðinn stíffrosið lík.
Ég stekk um á ströndinni í leit að nýrri öldu.
Í von um að ég frjósi ekki fastur, hugsandi um Flórída.
Ó það er svo kalt alveg inn að beini.
Ó ég frýs, enginn til að dást að mér og mínum hvíta vexti.
Ó ég er svo glaður á brettinu mínu
þó gaddurinn sé orðinn 20 gráður
og ég sé löngu orðinn stíffrosið lík.
Engin dama til að dást að mér og mínu fagra hlutverki.
Í stað þess að hann sé harður er hann lítill, nánast týndur.
Ég kemst ekki í neitt hitaóráð
engin dama til að koma mér til.
Ekkert ekkert nema íslensk urð og grjót.
Ó ég er svo glaður á brettinu mínu
þó gaddurinn sé orðinn 20 gráður
og ég sé löngu orðinn stífrosið lík.