Fífl samfélagsins
Komdu með komdu með
þangað sem ég er að fara.
Komið þið og skoðið
fífl samfélagsins, því við erum fífl samfélagsins.
Fífl til eilífðar.
Á kaldri klósettsetunni ég sit og velti mér í hring.
Löngun mín, hún stefnir hátt
en hefur sig aldrei af klósettskálinni.
Því við erum fífl samfélagsins
fífl á meðan lífið líður hjá.
Steinsteypa er lausnin,
afmyndað andlit ykkar þrykkt í hana.
En fífl samfélagsins á ekkert nema einmana líf.
Því við erum fífl samfélagsins
setjist þið í sætin og horfið á fíflin fara frá.