Hyldýpi langana minna




Ég sit stjarfur fyrir framan skjáinn
á honum birtast tölur, stafir, myndir,
en ekkert líf.
Ég sit stjarfur fyrir framan´ann
háður honum.

Illur, afundinn, einrænn,
óviðræðuhæfur, stífur,
með störu, vannærður
uppstökkur, óhamingjusamur, einmana.

Hyldýpi langana minna
fastur í hyldýpi lanagana minna
og ég kemst ekki út.

Ég býð eftir boðum
sem ég veit af mínum þörfum
ég veit af Guði
því ég er til og hann er eins og ég.

Ég er meðalmaður með mínar þarfir
aðrar en allir aðrir
úrkynjaður eymingi sem hræðist ógleðina.
Og leitar lausna í öðrum heimi.