Líkhamar
Lífvana þau fæðast í heiminn
kalkúninn er þeirra fyrsti fílingur
Helvíti er þeirra himnaríki
því fíknin í efnið kremur barnshjartað.
Það er líkhamarinn, það er líkhamarinn
það er barnsins bón og það er barnsins bón
Á færibandi þau eru framleidd.
framtíðarsaur samfélagsins,
þau eru dæmd við fæðingu
því samfélaginu þau sóma eigi.
Það er líkhamarinn, það er líkhamarinn
Það er fíkilsins fórn og það er fíkilsins fórn.
Glæpir í framtíðinni af þeim framdir verða
fortíðin er engin og framtíðin er vituð
líf þeirra er kortlagt líkt og foreldranna
af fíkninni þau voru sköpuð, fíkninn þeirra eini arfur.