Skynsemin er fangelsi hugsunarinnar minnar




Hatur
sem ég kem ekki í orð.
Hatur
sem gerir mig máttvana.
Heift
sem ég skil ekki.
Heift
sem reynir að yfirtaka mig.
Hatur
sem kemur mér í vellíðan er tilfinning.
Skynsemin
sem ergir mig.
Skynsemin
sem reynir að stjórna mér.
Skynsemin
er ekki mín hugsun.
Skynsemin
er lærð hugsun.
Skynsemin
er afkvæmi þeirra sem ráða.
Skynsemin
er ekki skapandi.
Skynsemin
er fangelsi hugsunar minnar.